Lifði helgina af

Já, ég lifði helgina af. Söng á tónleikum á laugardaginn og það tókst allt vel, og svo fóru stelpurnar í pössun því við fórum að grilla með kórskvísunum og mönnum þeirra. Það var hörkufjör og sungið fram á nótt.

Nú er stubban mín í leikskólanum og ég á að sækja hana í hádeginu (aðlögun) og það er mjög skrítið að sitja heima og fara í tölvuna og vesenast eitthvað svona alein. Ég er ekki alveg viss um það hvort þetta er góð eða slæm tilfinning, mér finnst eins og það vanti eitthvað en samt er svo fínt að fá smá frið.

Svo fer ég að vinna í næstu viku og það verður skrítið og skemmtilegt.

Solla vinkona sagði mér þennan og ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur hann. Allir vita hvað ég hef gaman að aulabröndurum svo ég læt hann flakka:

Hamborgari gekk inná bar og bað um bjór, barþjónninn sagði; því miður þá afgreiðum við ekki mat hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

BAHHH

Berglind, 21.4.2008 kl. 15:00

2 identicon

Hæ skvís ..

Þú mátt breyta tenglinum hjá þér yfir á mig ...er komin á nýjan stað:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband