Allir hressir

Já nú eru allir hressir á heimilinu og allt á uppleið. Ég hef bara svo mikið að gera að ég hef engan tíma til að hanga í tölvunni!

Við í Kvennakór Hafnafjarðar erum að syngja á tónleikum á Hrafnistu á fimmtudagskvöldið næsta og svo verða árlegir vortónleikar okkar í Víðistaðakirkju, laugadaginn 19. maí kl 15:00 Þeir sem hafa áhuga á að koma og hlusta á MIG syngja (reyndar með öllum hinum skvísunum) geta keypt miða í forsölu hjá mér á 1500 krónur íslenskar eða 2000 kr við innganginn. Svo erum við að fara á Kvennakóramót á Hornafirði helgina eftir tónleikana, og auðvitað fylgja stífar æfingar með þessu öllusaman, svo það er brjálað að gera!

Svo er ég búin að ráða mig í vinnu á leikskóla hér í næstu götu frá 9-13 við að elda mat og hjálpa til í eldhúsinu og átti að byrja 2. júní. En svo var hringt í mig á föstudaginn og ég spurð hvor ég gæti byrjað fyrr, svo lillan fer í aðlögun á sama leikskóla á morgun og svo fer ég bara að vinna þegar það er búið að aðlaga hana. Brjálað að gera!

Annars fórum við í sumarbústað um helgina með góðum vinum og það var ljúft, góður matur og afslöppun. Þetta byrjaði þannig að minn kall var að steggja hann Óla vin okkar og margir aðrir með, og enduðu þeir í bústað fyrir austan fjall sem hún Sif reddaði. En svo...því Sif er svo sniðug þá fékk hún líka annan bústað rétt hjá og þangað fórum við vinkonurnar með stelpurnar á meðan kallarnir voru að steggjast. Svo sameinuðumst við okkar hittelskuðu mönnum á laugadeginum og við tók afslöppunin.

En það er nú gaman að segja frá því að maturinn hjá gaurunum misreiknaðist eitthvað og þeir voru hálf svangir á föstudagskvöldinu og enduðu á því að spila upp á eina Sómasamloku með hangikjöti og saladi undir miðnætti! Þeir sem gistu svo voru glaðir að hafa eins myndarlegar húfrúr og okkur Sif í næsta húsi morguninn eftir og komu í nýbakaðar skonsur og nýlagað kaffi.

Ofan á allt er ég og lillan mín uppteknar við framtíð okkar í sjónvarpi þessa dagana eins og aðdáendur Skoppu og Skrítlu tóku kannski eftir á laugardagsmorguninn, en þar brilleruðum við ásamt hinum litlu snillingunum sem eru í ungbarnasundi hjá Snorra í Skáltúni. Við vorum í heljarinnar upptökum síðasta sumar (alveg í 2 tíma) og leit afraksturinn dagsins ljós nú um helgina. Verst ég fattaði ekki að láta ykkur vita fyrr en kannski er hægt að sjá þetta á RUV.is eða eitthvað.

Já það er sko BRJÁLAÐ AÐ GERA!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Það endaði heldur illa þegar við reyndum að kíka á ykkur í bústaðinn  
Skvísan er búin að ná sér og við bara reynum að hitta á ykkur við fyrsta tækifæri ......

Anna Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 03:06

2 Smámynd: Berglind

Vá þar fór Maður lifandi ævintýrið okkar fyrir lítið.

Berglind, 14.4.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Margrét Hanna

Já Anna,við verðum að reyna aftur.
 Og Begga, ég er búin kl. 13! Þú verður bara að svelta þangað til!

Margrét Hanna, 14.4.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband