Til hamingju Ísland

Ég hlustaði á fyrripart leiks Íslands og Spánar í útvarpinu, svo horfði ég á seinnipartinn. Annað var bara ekki hægt!

Ég hef ekki mikinn áhuga á íþróttum en maður verður nú að fylgjast með strákunum OKKAR. (þegar vel gengur allaveganna)

Þetta var rosalega gaman en ekkert mjög spennandi því VIÐ (já, ég er í liðinu) vorum svo miklu betri!

Best að fara ekki nánar útí það, ég hef ekkert vit á handbolta.

En...ég hef vit á pizzum, og nýji uppáhalds pizzuheimsendingarstaðurinn (úff) minn er Pizzan hér í Hafnarfirði City. Þar eru pizzurnar sko eins og þær voru á Jón Bakan hér í gamla daga. Þeir eru líka í Garðabænum og ég hvet alla gamla Kópavogsbúa til að fá sér eina og rifja upp gamlar minningar.

Að allt öðru...

Ég ætla að skella mér til Boston í október að hangsa og versla með tengdamömmu og mágkonu minni og ég hlakka svo til!

Ég er nefnilega eins og litlu börnin, það má helst ekki segja mér frá svona hlutum því ég fer yfirum af spenningi.

Ein að fara yfirum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh það er æðislegt í Boston. 

Áfram Ísland - svo er að vakna á sunnudaginn og garga sig hása

Dísa Dóra, 22.8.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mikið væri ég til í að fara til Boston ef ég bara þyrfti ekki að fara í búðir .......
Mér bara leiðist svoooooo að versla !

Anna Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Berglind

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!!

Berglind, 22.8.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband