Klukk

Begga vinkona klukkaði mig og lét það fylgja með að hún væri handviss um að ég mundi ekki svara.

Hún þekkir mig greinilega vel, ég nenni engu svona. 

En af því að hún sagði að ég mundi EKKI gera það þá verð ég! 

 

Fjórir staðir sem ég hef unnið á: 

-Garðvinna á Borgarspítalanum

-Sjónvarpsmarkaðurinn

-Símasölufyrirtæki

-Leikskólar

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

-Allar vampýru B myndir

-Harry Potter myndirnar

-Rocky horror picture show

-Hair

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

-Kópavogur (alin upp þar)

-Breiðholt (aldrei aftur)

-104 RVK (dásamlegt hverfi)

-Hafnarfjörður city (best í heimi)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

-Moonlight (vampýrur sko)

-Grey´s anatomy

-House

-Ugly Betty

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

-Danmörk

-USA oft og mörgum sinnum

-Spánn

-Grænland

 Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

-Facebook (verð að fylgjast með liðinu)

-Landsbankinn einkabanki (og peningunum)

-mbl.is (og fréttunum)

-uuu... er ekki mjög tölvuvædd

Fernt sem ég held uppá matarkynns:

-Buffaló vængir (fæ stundum brjálað kreivíng)

-Kjötsúpa (Íslendingurinn í mér)

-Fiskisúpa (eins og var í brúðkaupinu okkar)

-Lambakjöt (namminammi)

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

-Allt eftir Terry Pratchett (ég er nörd)

-Allt eftir Neil Gayman (já ég veit að ég er nörd!)

-Ísfólkið (hætt að skammast mín fyrir það)

-Harry Potter (það er bara kúl)

saman eru þetta reyndar hátt í 200 bækur en hvað get ég sagt, ég er lestrarhestur

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera núna á:

-Þar sem ég er, í rauða húsinu mínu

-Boston að versla (er á leiðinni)

-Á góðu kaffihúsi með góðum vinum

-Uppí rúmi, undir sæng (engar sóðalegar hugmyndir, ég er sko með flensu!)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Engan, þar sem ég nenni þessu yfirleitt ekki sjálf þá ætla ég ekki að pína aðra.

Eruð þið ekki ánægð með allar þessar gagnlausu upplýsingar um mig?


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

Hahahaha vá hvað ég þekki þig orðið vel. Fæ alveg það út úr þér sem ég ætla mér að fá.

Berglind, 12.9.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband