Nýtt ár

Jæja já, gleðilegt ár elskurnar!

Nú er komið nýtt ár og allir orðnir nýir og betri einstaklingar, fara eftir öllum sautján nýársheitunum og finna vellíðanina streyma um líkama og sál.

Eða þannig...

Hér á heimilinu hefur heilsuleysi yngsta fjölskyldumeðlimsins einkennt síðustu mánuði.                 Kvef og eyrnabólga hafa tröllriðið heimilisfriðnum og gífurlegt svefnleysi einkenndi okkar daglega líf. En svo fékk hún rör í eyru í desmber og er búin að vera hress og kát, eins og hún á að vera, síðan. Auðvitað vorum við foreldrarnir fyrir vikið ánægð og glöð fyrir hennar hönd og svo finnst okkur líka svo gott að sofa heilar nætur.

En...

Adam var ekki lengi í Paradís...

Í síðustu viku fékk hún hita og hósta og var ómöguleg, og á mánudaginn ákvað ég að láta lækni kíkja á hana.

Þá er ræfillinn bara komin með lungnabólgu og er að þorna upp!

Við fengum síklalyf sem eiga að virka á meðal hest og hefðum verið lögð inn ef hún hefði ekki byrjað að skána daginn eftir.

Svona er þetta stundum.

Ég á mjög erfitt með að horfa upp á börnin mín lasin og á stundum ekkert minna bágt en þau, bara því ég finn svo til með þeim! Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað ég er búin að vera í miklu stuði undanfarið.

En ég er búin að finna uppá allskonar dundi hérna heima fyrir vikið, eitthvað sem krefst engrar útiveru og gefur ekki frá sér hávaða er aðalmálið þessa dagana. Ég prjóna og prjóna, sauma og sauma og les og les.

Já, það verður lengi talað um inniveru, veikinda, svefnleysis-veturinn mikla á þessu heimili!

Adios amigos


Blogg

Ég nenni aldrei að blogga.

Það er ekkert skemmtilegt að gerast, og það er svo leiðinlegt að skrifa eitthvað leiðinlegt!

Svo ég bara skrifa ekki rassgat!


Klukk

Begga vinkona klukkaði mig og lét það fylgja með að hún væri handviss um að ég mundi ekki svara.

Hún þekkir mig greinilega vel, ég nenni engu svona. 

En af því að hún sagði að ég mundi EKKI gera það þá verð ég! 

 

Fjórir staðir sem ég hef unnið á: 

-Garðvinna á Borgarspítalanum

-Sjónvarpsmarkaðurinn

-Símasölufyrirtæki

-Leikskólar

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

-Allar vampýru B myndir

-Harry Potter myndirnar

-Rocky horror picture show

-Hair

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

-Kópavogur (alin upp þar)

-Breiðholt (aldrei aftur)

-104 RVK (dásamlegt hverfi)

-Hafnarfjörður city (best í heimi)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

-Moonlight (vampýrur sko)

-Grey´s anatomy

-House

-Ugly Betty

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

-Danmörk

-USA oft og mörgum sinnum

-Spánn

-Grænland

 Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

-Facebook (verð að fylgjast með liðinu)

-Landsbankinn einkabanki (og peningunum)

-mbl.is (og fréttunum)

-uuu... er ekki mjög tölvuvædd

Fernt sem ég held uppá matarkynns:

-Buffaló vængir (fæ stundum brjálað kreivíng)

-Kjötsúpa (Íslendingurinn í mér)

-Fiskisúpa (eins og var í brúðkaupinu okkar)

-Lambakjöt (namminammi)

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

-Allt eftir Terry Pratchett (ég er nörd)

-Allt eftir Neil Gayman (já ég veit að ég er nörd!)

-Ísfólkið (hætt að skammast mín fyrir það)

-Harry Potter (það er bara kúl)

saman eru þetta reyndar hátt í 200 bækur en hvað get ég sagt, ég er lestrarhestur

Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera núna á:

-Þar sem ég er, í rauða húsinu mínu

-Boston að versla (er á leiðinni)

-Á góðu kaffihúsi með góðum vinum

-Uppí rúmi, undir sæng (engar sóðalegar hugmyndir, ég er sko með flensu!)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Engan, þar sem ég nenni þessu yfirleitt ekki sjálf þá ætla ég ekki að pína aðra.

Eruð þið ekki ánægð með allar þessar gagnlausu upplýsingar um mig?


 


Til hamingju Ísland

Ég hlustaði á fyrripart leiks Íslands og Spánar í útvarpinu, svo horfði ég á seinnipartinn. Annað var bara ekki hægt!

Ég hef ekki mikinn áhuga á íþróttum en maður verður nú að fylgjast með strákunum OKKAR. (þegar vel gengur allaveganna)

Þetta var rosalega gaman en ekkert mjög spennandi því VIÐ (já, ég er í liðinu) vorum svo miklu betri!

Best að fara ekki nánar útí það, ég hef ekkert vit á handbolta.

En...ég hef vit á pizzum, og nýji uppáhalds pizzuheimsendingarstaðurinn (úff) minn er Pizzan hér í Hafnarfirði City. Þar eru pizzurnar sko eins og þær voru á Jón Bakan hér í gamla daga. Þeir eru líka í Garðabænum og ég hvet alla gamla Kópavogsbúa til að fá sér eina og rifja upp gamlar minningar.

Að allt öðru...

Ég ætla að skella mér til Boston í október að hangsa og versla með tengdamömmu og mágkonu minni og ég hlakka svo til!

Ég er nefnilega eins og litlu börnin, það má helst ekki segja mér frá svona hlutum því ég fer yfirum af spenningi.

Ein að fara yfirum...


2. í innfluttnings

Ég fékk athugasemd við síðustu færslu frá stórvini mínum, Ólafi Jónssyni, um hvort ekki væri annað innflutningspartý eftir málningarvinnuna. En ég held að það sé ekki hægt að toppa fyrsta innflutningspartýið sem var reyndar dulbúið sem 30 ára afmæli.

En Óli minn, þú verður bara að fylgja mér heim á lau. kvöldið næsta. Ég skal persónulega ganga hringinn með þér og segja þér frá þessu öllu í smáatriðum.

Og svo finnst mér rétt að það komi fram að ég málaði ekki alveg ein, tengdamamma er búin að vera á haus að hjálpa mér og eins mágur minn, mágkona og svili, og svo gerði maðurinn minn smá (eða svo mikið að ég er farin að grátbiðja hann um að vera aðeins inni einstaka sinnum).

Annars er ég að fara á myndakvöld um helgina.

þar sitjum við vinirnir svo eflaust bein í baki á klappstólum og skoðum slædsjóv, hundleiðinlegt!

NOT

Við ætlum sko að hafa þetta skemmtilegt, allt stefnir í að MC HANN mæti í heilu lagi, sem gerist ekki oft, og þá er sko gaman!

Ég vil benda ykkur á að hægt er að fara í skoðunarferð um nýmálaða húsið mitt á 20 min fresti milli klukkan 15 og 17 alla virka daga nema föstudaga.

Margrét með málverki


Rauða húsið

Við erum að mála...

og mála...

og mála...

Hörkupúl að mála eitt svona hús maður! En við erum að sjá fyrir endan á þessu og það er ekki laust við að maður sé soldið stoltur!

Svo á maður svo miklu meira í hlutunum þegar maður gerir eitthvað svona.

Nú er þetta RAUÐA HÚSIÐ MITT (og mannsinns og baddnanna auðvitað).

Næst þegar ég er í stuði set ég kannski fyrir og eftir myndir.


Fjölskylduferð

Hinn víðförli og alræmdi mótorhjólaklúbbur MC HANN skellti sér í ferðalag um helgina.

Reyndar voru engin Mótorhjól með í för, tókum bara krakkana í staðinn.

Við skelltum okkur semsagt á Húnavöku á Blöndósi þar sem Óli og Kata voru búin að leigja þessi líka fínu hús undir mannskapinn.

Hápunktur helgarinnar (að mati 10 ára fjölskyldumeðlima) voru svo tónleikar með Mercedes Club á laugardeginum sem okkur hinum fannst bara fyndnir!

Svo fengum við okkur kaffi hjá Afa á Saurbæ í Vatnsdalnum á leiðinni heim.

Annars var þetta bara æði, góður félagsskapur, góður matur, allir hamingjusamir, betra verður það ekki.

Takk fyrir helginaSmile


Lifandi

Já ég er lifandi, ég nenni bara e  i að hanga í tölvunni á sumrin!

Svo á ég e  ert  _  !

Litla dýrið pillaði það af tölvunni og sagði agalega stolt "mamma sjáðu ég á  _  !"

Uppáhalds stafurinn hennar s o.

Eru e  i allir búnir að fatta hvaða stafur það er?

Veit einhver hvar ég get fengið  _  á góðu verði?

Eða ég á það reyndar til  ann bara e  i að festa það á aftur.

Þetta er ómögulegt, ég þarf að venjast lífinu uppá nýtt, þetta er viss fötlun.

Ég veit, ég nota bara b í staðinn.

Balli litli bónguló blifraði uppá vegg....


Grasekkja

Já, haldið þið ekki að elskulegur eiginmaður minn sé ekki bara að fara í Evróputúr í fyrramálið! Margrét verður því grasekkja í 2 vikur og þeir sem vilja koma í kaffi og skemmta henni á meðan eru velkomnir. Munið bara að hringja á undan ykkur svo ég geti skrölt úr náttbuxunum og lagt frá mér bókina og jafnvel tekið til á eldhúsborðinu og hellt uppá kaffi.


Lifði helgina af

Já, ég lifði helgina af. Söng á tónleikum á laugardaginn og það tókst allt vel, og svo fóru stelpurnar í pössun því við fórum að grilla með kórskvísunum og mönnum þeirra. Það var hörkufjör og sungið fram á nótt.

Nú er stubban mín í leikskólanum og ég á að sækja hana í hádeginu (aðlögun) og það er mjög skrítið að sitja heima og fara í tölvuna og vesenast eitthvað svona alein. Ég er ekki alveg viss um það hvort þetta er góð eða slæm tilfinning, mér finnst eins og það vanti eitthvað en samt er svo fínt að fá smá frið.

Svo fer ég að vinna í næstu viku og það verður skrítið og skemmtilegt.

Solla vinkona sagði mér þennan og ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur hann. Allir vita hvað ég hef gaman að aulabröndurum svo ég læt hann flakka:

Hamborgari gekk inná bar og bað um bjór, barþjónninn sagði; því miður þá afgreiðum við ekki mat hér.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband