Nýtt ár

Jæja já, gleðilegt ár elskurnar!

Nú er komið nýtt ár og allir orðnir nýir og betri einstaklingar, fara eftir öllum sautján nýársheitunum og finna vellíðanina streyma um líkama og sál.

Eða þannig...

Hér á heimilinu hefur heilsuleysi yngsta fjölskyldumeðlimsins einkennt síðustu mánuði.                 Kvef og eyrnabólga hafa tröllriðið heimilisfriðnum og gífurlegt svefnleysi einkenndi okkar daglega líf. En svo fékk hún rör í eyru í desmber og er búin að vera hress og kát, eins og hún á að vera, síðan. Auðvitað vorum við foreldrarnir fyrir vikið ánægð og glöð fyrir hennar hönd og svo finnst okkur líka svo gott að sofa heilar nætur.

En...

Adam var ekki lengi í Paradís...

Í síðustu viku fékk hún hita og hósta og var ómöguleg, og á mánudaginn ákvað ég að láta lækni kíkja á hana.

Þá er ræfillinn bara komin með lungnabólgu og er að þorna upp!

Við fengum síklalyf sem eiga að virka á meðal hest og hefðum verið lögð inn ef hún hefði ekki byrjað að skána daginn eftir.

Svona er þetta stundum.

Ég á mjög erfitt með að horfa upp á börnin mín lasin og á stundum ekkert minna bágt en þau, bara því ég finn svo til með þeim! Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað ég er búin að vera í miklu stuði undanfarið.

En ég er búin að finna uppá allskonar dundi hérna heima fyrir vikið, eitthvað sem krefst engrar útiveru og gefur ekki frá sér hávaða er aðalmálið þessa dagana. Ég prjóna og prjóna, sauma og sauma og les og les.

Já, það verður lengi talað um inniveru, veikinda, svefnleysis-veturinn mikla á þessu heimili!

Adios amigos


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

jebbs kannast við svona frænka góð.  Hér tók einmitt við lungnabólga hjá skottunni þegar stubbur litli fór að skána af magakveisunni (en þar hjálpaði pabbi þinn nú til ).  Svo tók stubbur við með miklum hósta og kvefi.  En allt er þetta nú að koma og skottan fór í nefkirtlatöku og rör í morgun svo við skulum vona að svefnnæturnar fari að koma hér á bæ og eins hjá ykkur.

Mikið var yndislegt að knúsa þig aðeins um daginn og vonandi sjáumst við fljótlega aftur

Vona að frænku minni fari nú að batna

Dísa Dóra, 15.1.2009 kl. 21:35

2 identicon

Gleðilegt ár og vonandi fer dömunni að batna ..

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband