Barnapössun

Í dag er ég að passa eina litla skottu sem er jafngömul litlu skottunni minni. Við erum sáttar við þetta alltsaman og þekkjumst vel því einu sinni passaði ég hana á hverjum degi þangað til ég gerði foreldrum hennar þann grikk að flytja úr "næstugötu" og alla leið í Hafnafjörð.

En málið er nú það að stóra skottan mín er í fríi í dag. Og til að allir hefðu e-ð að gera þá var gerður samningur við stóru um að ef hún væri dugleg að hjálpa mömmu í barnapössun fengi hún borgað fyrir!

Síðan er ég bara búin að hafa það gott á meðan skvísurnar leika inní herbergi. Lillurnar skiptast samviskusamlega á með allt spennandi dótið, og mín lilla kemst ekki upp með að öskra "MITT!" í hvert skipti sem hin vill skoða e-ð. Það heyrist varla í þeim!

Er þetta ekki spurning um að láta stóra skottið hætta í skóla og gerast dagmamma?

Ég þarf allavega að taka vel eftir, því stóran virðist þekkja einhverjar uppeldisaðferðir sem ég þyrfti að tileinka mér!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

Hvar er hægt að skrá sig á námskeið hjá henni stóru þinni. Ég kem allavega

Berglind, 22.2.2008 kl. 15:22

2 identicon

Sign me up aswell.

Hafdís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Dísa Dóra

eru þetta ekki bara svona góð gen??

Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Margrét Hanna

Jú Dísa mín, þau eru góð genin okkar!

Margrét Hanna, 25.2.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband