3.4.2008 | 18:32
Flensan
Nú liggur litlan í flensu, er búin að vera meira og minna með 40 stiga hita síðan á aðfaranótt þriðjdags og heimilislífið gengur allt útá að gera henni til geðs.
Matseðillinn er afar áhugaverður og samanstendur aðallega af páskaeggjum og appelsínudjúsi.
Við erum búnar að horfa á Nemó 4 sinnum á dag.
Það er bara hægt að lúlla í pabbabóli hvort sem er dagur eða nótt.
Mamma má EKKI prjóna
EKKI vera í tölvunni
EKKI fara í sturtu
EKKI horfa á fréttir (=allt sem er ekki Nemó)
EKKI vera í SVONA peysu
EKKI vera í gallabuxum
EKKI vera í náttfötum
EKKI tala í símann
EKKI hlusta á tónlist
Svo skilur maðurinn minn ekkert í því að ég standi í hurðinni þegar hann kemur úr vinnunni og segist vera að fara út, bara eitthvert!
Athugasemdir
Ó hvað ég skil þig vel að vilja komast út !
Vonandi fer heilsan að skána hjá litlu dömunni .....
Anna Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 18:37
Bíddu hvaðan fær hún þessa "ákveðni"???? Ekki frá pabba sínum, eða hvað?
Berglind, 3.4.2008 kl. 20:28
Berglind: nákvæmlega það sem ég hugsaði.
Hafdís (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:36
Ákveðin ung dama greinilega
Vonandi batnar henni fljótt
Dísa Dóra, 3.4.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.