Um síðustu færslu

Þegar ég las síðustu færslu yfir aftur þá sá ég það að ég er sennilega bara Satanisti! Ætli maður geti skráð sig í þann trúflokk hér á landi?

Annars held ég ekki að ég sé trúlaus, og sjálfsagt ekki dóttir mín heldur. En ég hef ekki fundið neina kirkju eða trúarbrögð sem ég er tilbúin til að skrá mig í og trúa á. (fyrr en núna kannski bara)

En mér finnst mjög gaman að pæla í þessum málum og fræðast um öll heimsins trúarbrögð og hvet börnin mín til að gera það líka.

Amma mín sagði að Guð væri í hjartanu á manni og maður þyrfti ekki að fara í kirkju til að tala við hann. Hún sagði líka að ég ætti ekki að fara í kirkjugarðinn að heimsækja hana þegar hún væri dáin því ekki ætlaði hún að sitja þar og bíða eftir að ég kæmi.

Já, það var heilmikið vit í henni ömmu minni.

En ég held ekki að ég þurfi að trúa á Guð og Jesú til að segja "blessað barnið", ekkert frekar en að ég þurfi að trúa á Helvíti og Andskotann til að segja "andskotans helvítis!"

Og svo held ég jól og páska þó ég trúi hvorki á fæðingu né upprisu "frelsarans".  Enda eru þetta upphaflega heiðnar hátýðir og ég held að við Íslendingar séum öll soldið heiðin inn við beinið.

Kannski er ég bara hræsnari!

Ef svo er þá eru ansi margir sem ég þekki það líka. Kannski við ættum að stofna trúarhóp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er game ...

Inda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:04

2 identicon

Ef það er boðið uppá bjór þá er ég svo sem alveg til.

Hafdís (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Berglind

Bara alveg sammála þér þarna Margrét mín. Ég leitaði og leitaði og meira að segja í Ásatrúarsöfnuðinn og með fullri virðingu fyrir honum (eins langt og það nær) þá fannst ekkert þar. Ég hætti í honum þegar ég fattaði að trú snýst ekki um hús og karla í prestabúningi (allavega ekki fyrir mig) og þá varð þetta allt í einu svo auðvelt. Ég get alveg trúað án þess að þóknast öðru fólki og þeirra reglum, sem ég skil ekkert í. Svo er svo gaman að tala um trúmál við fólk því að ekkert æstir þetta lið upp meira en að segja þeim að ég skíri ekki börnin mín og skírn og nafngift sé ekkert tengd. Ég sagði einu sinni inni á kaffistofu í vinnunni að ég skilgi ekki ástæðuna fyrir því að drífa í því að skíra börn sem fæðast veik ef ske kynni að myndu ekki hafa það af og sagði: Heldur fólk virkilega að guð taki ekki á móti og elski ekki saklaust barn sem næst ekki að skíra. Vá þvílík viðbrögð, nokkrar töluðu varla við mig lengi á eftir. Ætli það verði svipað hérna á síðunni þinni???

Berglind, 26.3.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Dísa Dóra

Ætli sé til meiri jólakelling en ég Búddistinn sjálfur ? 

Ég held nú jól og páska hátíðleg ekkert minna en aðrir held ég - held þetta bara sem friðar og fjölskylduhátiðir og nýt þess í botn að umgangast vini og fjölskyld og finna frið í hjarta.  

Hver og einn þarf að finna sér sína trú eða trúarútgáfu og svo er það bara að virða trú annarra - sem reynist því miður þrautin þyngri hjá mörgum.

Eins og þú manst kannski frænka góð þá var það nú svo að ég Búddistinn var yfirleitt fengin til að fræða börnin á leikskólanum um Guð - jú vegna þess að ég væri svo trúuð þá þótti það sjálfsagt haha. 

Dísa Dóra, 26.3.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Margrét Hanna

Já, þegar að við nefndum okkar litlu þá vorum við spurð oftar en einu sinni hvort hún yrði alltaf skráð stúlka Gísladóttir í þjóðskrá. Eins og maður verði að vera í þjóðkirkjuni til að fá að bera nafn!

Margrét Hanna, 27.3.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Berglind

Held reyndar að dóttir þín sé skráð í þjóðkirkjuna ef þú ert það. Einhver sagði mér líka að allir fæddir á Íslandi færu sjálfkrafa inn í þjóðkirkju ef annað væri ekki tekið fram og móðir utan trúfélaga (eins og ég) eða í þjóðkirkju, það þyrfti enga skírn til. Ég hef aldrei tékkað á þessu af því að mér er alveg sama þó að börnin mín séu skráð í þjóðkirkjuna, það hefur engin áhrif á okkar líf.

Berglind, 28.3.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband