Í anda Páskanna

 Börn þurfa að alast upp í húmor og er eldri dóttir mín mjög mikill húmoristi og álíka kaldhæðin og mamma sín, og þeir sem þekkja okkur vita að guðsóttinn truflar okkar daglega líf ekki mikið.

Rétt fyrir Páska kom hún samt heim hálf döpur. Mikil trúarumræða hafði verið í skólanum og hún var orðin hundleið á henni og sagði liðinu það að hún trúi bara ekkert á þennan Guð. Það var þá útskýrt fyrir henni hægt og rólega svo jafnvel skrítið fólk eins og hún skildi það, að ef hún trúir ekki á Guð almáttugan og alla hans fjölskyldu þá færi hún beinustu leið til HELVÍTIS þegar hún deyr.

Blessað barnið hafði aldrei heyrt neitt um þetta og var ekki jafn staðföst í trúleysinu á leiðinni heim úr skólanum þann daginn.

Nú kom það sér vel að vera heimavinnandi húsmóðir því ég gat knúsað hana þegar hún kom heim og sagt henni að þetta væri allt í lagi, hún ræður hverju hún trúir hvort sem það væri Guð eða Guðir, Æsir og Gyðjur eða bara hvað sem er, svo lengi sem hún væri búin að kynna sér málið og væri sátt við sitt val.

Svo sagði ég henni leyndarmálið...

Elskan mín, svo förum við hvort eð er öll til HELVÍTIS!

Blessuðu barninu stóð ekki alveg á sama um dómsdagspælingar mömmu sinnar og starði á mig furðu lostnum augum.

Jú sjáðu til, útskýrði ég. Ef maður trúir ekki á Guð og Jesú þá fer maður til helvítis. Ef maður trúir ekki á spádóma Múhammeðs þá fer maður til helvítis og sama má segja um mörg trúarbögð. Svo þekkjum við bæði homma og lesbíur, þau fara beint til helvítis og einnig vitum við af fólki sem hefur tekið sitt eigið líf og það fór til helvítis og svona er hægt að telja upp lengi,lengi.

Það sem eftir var dagsins dundaði sponsið við að finna sér fleiri ástæður þess að bæði hún og aðrir færu til helvítis eftir sinn síðasta dag í þessu lífi. Þetta fannst okkur mæðgum skemmtileg dægrastytting. Svo komst hún að því alveg sjálf að það yrði sjálfsagt mjög gaman í helvíti og svaka partý, og við værum orðin svo mörg að við þyrftum ekkert að láta djöfulinn skipa okkur fyrir, mundum bara segja honum að þegja!

Segið svo að ég ræði aldrei trúmál við börnin mín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind

Þú færð aldrei að passa fyrir mig.

Berglind, 21.3.2008 kl. 12:10

2 identicon

þú ert snillingur, ég segi bara ekki annað  við sjáumst þarna niðri bara

Óli Jóns (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndisleg

Dísa Dóra, 22.3.2008 kl. 12:09

4 identicon

Agla Sól var alveg með það á hreinu að helvíti væri undir Spáni. Jörðin var nefnilega svo heit þar að maður brenndi sig á iljunum ef maður fór ekki í skó. Við hittumst þá bara með Sangria og höfum gaman af þegar okkar dagar eru taldir.

Skál elskan, hikk.

Hafdís (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 13:26

5 identicon

..trúlaus ?  og svo kallarðu hana "blessað barnið"  ..  hvaðan kemur það nema úr trú ?   bara spyr sko..  og..  ef helvíti er til, er þá ekki himnaríki líka til ?  svona eins og hvítt og svart og jing og jang . ?

gleðilega páska  :)

Hallan (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:55

6 identicon

Hahaha þú ert sko snillingur,ég er sko ekki ein af þeim sem get talist mjög trúuð.Og get ég ekki annað sagt að þú ert alveg hreinasta snilld.

Magga (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 22:46

7 identicon

Margrét mín ....þú ert velkomin heim til mín til að útskýra þessi mál fyrir mínum drengjum :)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:30

8 Smámynd: Margrét Hanna

Góð spurning Halla!

Ég mundi ekki segja að ég væri trúlaus þó ég sé ekki sammála þjóðkirkjunni en eitt er víst, einn daginn kemst ég að þessu öllu saman, hvort ég geti snúið aftur og sagt hinum frá, það er annað mál.

Margrét Hanna, 26.3.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband