Til hamingju með afmælið

Tengdamamma mín á afmæli í dag, samkvæmt ömmustelpunni er hún tveggja ára. Allavega var sungið "hún á ammalíga, keggjárún amma, hún er keggjárídag!" á mínu heimili í morgun.
Af því ég á bestu tengdamömmu í heimi þá ákvað hún að eyða deginum með uppáhalds konunum sínum (mér og dóttur sinni) og erum við allar í Laugum á leið í geggjað spa og nudd og andlitsmeðfrð og allskonar fínerí. Þær eru byrjaðar en ég byrja aðeins seinna og sit því á kaffistofunni í Laugum og hangi á netinu og sötra Latte eins og fína frúin sem ég er!
Spurning um að gera þetta á hverjum degi?
Nei, þá fengi maður sjálfsagt leið á því...
Í kvöld er svo stefnt á Holtið með alla famelíuna þar sem við fáum eflaust góðan mat og frábæra þjónustu hjá honum Ómari æskuvini og allt að því bróður mínum.
Mikið er það ljúft þetta líf!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

til lukku með keggára tengdamömmuna og vonandi hefur dagurinn og kvöldið verið skemmtilegt

Knús á þig frænka mín og mér þykir líka vænt um þig og já við VERÐUM sko að fara að hittast - allt of langt síðan síðast

Dísa Dóra, 12.3.2008 kl. 22:47

2 identicon

dáááásamlegur dagur greinilega :)  og krúttið litla að syngja... sé hana alveg í anda :)

Stefni í stigakaffi bráðum....

Sif (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Margrét Hanna

Nákvæmlega Sif mín!

Stiginn er í góðum félagsskap í bílskúrnum og ég er ekkert viss um að hann vilji koma heim.

Margrét Hanna, 13.3.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband