7.3.2008 | 16:49
Stolið
Ég las þennan hjá henni Dísu frænku og ákvað að stela honum.
Svona gerir maður stundum þegar allir á heimilinu eru búnir að vera veikir til skiptis í 3 vikur (nema ég, ég er bara að hjúkkast) og andleysið er gjörsamlega að ganga frá manni!
Að ljúga eða ljúga ekki!
Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí
ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undurnar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði
fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að
afla tekna til heimilisins.
Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn
hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.
Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna
hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann.
"Já" hrópaði saumakonan.
Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann.
"Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Mel Gibson.
Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af
heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.
Þetta er okkar skoðun og við stöndum við hana!
Athugasemdir
Hahaha já þú ert sannarlega snillingu Margrét mín
Berglind, 7.3.2008 kl. 18:00
Svo kvittar maður fyrir addna og sérstaklega þegar maður stelur nú líka
Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 21:39
Amen sister
Hafdís (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.