Hún á afmæli í dag!

Stubburinn minn á afmæli í dag, hún er tveggja ára skvísan! Þegar við sungum afmælissönginn fyrir hana í morgun þá bað hún okkur vinsamlega að hætta því, ég held að henni hafi ekkert litist á lætin í liðinu.

Annars var það svoldið þreytt mamma sem söng í morgun því ég er búin að vera í þrælabúðum Kvennakórs Hafnafjarðar alla helgina þó ég hafi fengið að sofa heima hjá mér, og í gærkvöldi hittumst við og vökvuðum raddböndin aðeins eftir stífar æfingar og héldum svo áfram æfingunum með gítarundirspili og karíóki.

Þetta var mikið fjör og var dansað í sófanum og sungið uppá borðum langt fram á nótt og svo mættum við aftur mishressar klukkan 10 í morgun og héldum áfram að syngja.

Næstu helgi verður svo afmæli á bænum og vikan fer í að undirbúa það.

Hafið það gottHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestustu hamingjuóskir úr hinum enda Hfn

Sif (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til lukku með dúlluna !

Anna Gísladóttir, 11.2.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Berglind

Til hamingju með skísuna.

Berglind, 11.2.2008 kl. 08:50

4 identicon

Hæ hæ og til hamingju með dótturina! Mér finnst svo svakalega stutt síðan hún var í kúlunni, eru það virkilega orðin tvö ár???

 Var að bæta þér inn á tenglalistann á síðunni minni svo núna tek ég þig með á bloggrúntinum mínum :)

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með skottuna

Dísa Dóra, 11.2.2008 kl. 09:49

6 Smámynd: Margrét Hanna

Takk fyrir hamingjuóskirnar!

Margrét Hanna, 11.2.2008 kl. 13:41

7 identicon

Til lukku með barnið í gær kæra mín ...

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband