8.2.2008 | 11:01
Mikið að gera
Já ofan á tölvunördsskortinn er búið að vera brjálað að gera!
Ég fer í leikfimi 4-5 sinnum í viku og svo er ég komin í Kvennakór Hafnafjarðar sem er hörkupúl en mjög gaman. Við áttum einmitt að vera að fara í æfingabúðir um helgina að Laugum í Sælingsdal en þær voru færðar í bæinn vegna veðurs.
Svo þarf maður að ala börnin upp og sjá um heimilið og knúsa kallinn og þvo og brjóta saman og skúra og skutla hingað og þangað og og og og....
Stundum er ég spurð að því hvað ég geri allan daginn og þá svara ég "ég veit það ekki alveg en það tekur rosalega langan tíma"
En nú er framtakssemin alveg að drepa mig og ég er búin að virkja þráðlausa netið hjá mér og get því haft tölvuna uppi og jafnvel bara setið í sófanum og pikkað eins og núna! Kannski verð ég bara dugleg að blogga!
Sjáum til.
Athugasemdir
Veistu ég bara skil ekki hvernig ég gat unnið allan daginn og verið í skóla og allt hitt sem ég gerði fyrir fæðingarorlofið. Það fór líka lítið fyrir ýmsu á listanum eins og að skúra, ala upp börnin og knúsa kallinn (tókst nú samt að búa hana Freyju til veit ekki alveg hvernig það gerðist). En talandi um leikfimi þá var ég að horfa á eftir þér á öskudaginn þegar þú þurftir að hlaupa á eftir Sunnevu og vá hvað rassinn á þér er orðin flottur. Ég verð að gera eitthvað í mínum fyrir næstu mælingu. Lov ja beib.
Berglind, 8.2.2008 kl. 11:39
Hjá mér er það - kór + 50 % vinna og skóli 9 einingar ..... einhvernveginn er þetta nú hægt
Takk fyrir síðast
Anna Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 13:55
Hér er nú bara letilíf enda ekki nema 60% vinna og svo að knúsa skottu og kall - finnst ég algjör letidrolla núna eftir að hafa áður verið í allt að 140% vinnu + 70% námi og öðru hér áður fyrr.
En það er bara gaman að vera til
Dísa Dóra, 8.2.2008 kl. 14:06
jaá, það er mikið að gera! Ég var svo sem ekkert að kvarta, mér finnst það þvílík forréttindi að fá og geta verið heimavinnandi og ætla að gera það þangað til skottan kemst á leikskóla. En maður hefur svosem prófað hitt líka og það er þessvegna sem ég kann svona vel að meta þetta lúxuslíf!
Margrét Hanna, 8.2.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.