Tölvunörd

Ég verð seint talin tölvunörd!

Það er svo langt síðan ég hef opnað póstinn minn að það er búið að loka fínu hotmail adressunni minni og allur pósturinn sem hafði safnast upp er horfinn! Ég gat reyndar virkjað adressuna aftur en allt sem hafði safnast upp er farið. Svo ef einhver sendi mér mikilvægan tölvupóst sem ég svaraði ekki þá bara verður að hafa það! Næst skuluð þið hringja!

En....

Ég fór til USA og það var æðislegt! Reyndar svo mikið gaman að ég gleymdi að kaupa helminginn af jólagjöfunum sem ég ætlaði að kaupa. Við lentum í allskonar ævintýrum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér, og við sátum ekki inn á herbergi grenjandi yfir Pílu Pínu allan tímann.

Jólin komu og fóru og voru fín

Áramótin sömuleiðis og þar með brúðkaupsafmælið okkar

Janúar kom og fór án þess að nokkur tæki eftir því

Og nú er febrúar

Ég ætla að reyna að kíkja aðeins oftar á tölvuræfilinn hér eftir þó það sé ekki nema til að halda póstfanginu opnu og þurrka af henni rykið.

Bæjó spæjó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gaman að sjá smá líf frá þér kæra frænka

Hafðu það gott og knús til þín og famelíunnar - sjáumst vonandi á þessu ári.

Dísa Dóra, 6.2.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Berglind

Góðan daginn systir, gaman að sjá að þú ert lifandi hérna í tölvulandi. Það er nú ekki eins og við hittumst ekki við og við allavega, þannig að haltu áfram að blogga og hættu þessu útstáelsi alltaf hreint. Það er miklu betra að vera bara heima í þunglyndi fyrir framan tölvuna. Nei djók, ég er rosalega ánægð með þig og hvað þú ert dugleg að drífa þig út, go girl.

Berglind, 6.2.2008 kl. 16:45

3 identicon

loksins lífsmark... ég var farin að halda að þú hefðir dottið svo rækilega um lífsspeki PíluPínu að þú hefðir hreinlega rotast...

En.... sammála með hvað tíminn líður.... en.... janúar staldraði aðeins við sko... allavega þegar þú komst í ammæliskaffið !!!

hahaha  sjáumst sem fyrst !

Sif (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Margrét Hanna

Það er rétt ég fór í afmæli til Sifjar í janúar og það var mjög gaman!

Margrét Hanna, 8.2.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband