5.12.2007 | 23:13
Mottó
Bestu lífsreglur sem ég hef dottið um:
Etið og verið glöð
Elskið og verið glöð
Deyið og verið glöð
Þetta var prentað inn í minn heila frá barnæsku í ævintýrinu um Pílu Pínu sem var nýlega gefið út á geisladisk.
Nú get ég spilað þetta fyrir börnin mín og kennt þeim að vera glöð.
Annars er sagan um Pílu Pínu margslungin og skemmtileg og mikil ádeila á okkur mennina (Píla Pína er/var mús fyrir þá sem ekki vita) og hef ég átt margar góðar stundir með henni sem barn og svo aftur sem unglingur þegar ég og týttnefnd Solla vinkona spiluðum hana á vínil þegar við vorum á bömmer og grenjuðum úr okkur augun! Og nú aftur sem mamma með börnunum mínum sem finnst þessi saga alveg jafn skemmtileg, átakanleg, fyndin og sorgleg og mér fannst.
En...ég er farin til Ammeríku með Sollu, kannski tökum við diskinn með okkur, förum á kojufyllerí á hótelinu og grenjum eins og í gamla daga! Og vöknum daginn eftir og segjum: mikið var gaman í gærkvöldi! Það er bara stundum gaman að grenja soldið!
Athugasemdir
Oh, ég man hvað þú talaðir mikið um þessa persónu.
Hafdís (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:35
Hahaha fyndið að vera í útlöndum og loka sig inni á hóteli að hlusta á barnadisk. Sérstaklega þegar að maður er alltaf með krökkunum alla daga. Ég kannast svo sem við það þegar maður loksins fær ,,frí" frá þeim þá saknar maður þeirra svo mikið að maður getur ekki beðið eftir að hitta þessar gúrkur aftur. Ég veit að þessi fallega saga um Pílu og Sollu er ekki um það, þannig að góða ferð elsku knúsí músí og skemmtið ykkur vel.
Berglind, 6.12.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.