Myndir

Skutlaði inn nokkrum myndum frá Riga. Það var gaman að sjá þar að verið er að byggja borgina upp og t.d. verið að byggja hús eftir gömlum teikningum og heimildum, hús sem hafa eyðilagst í stríðum sem Riga hefur lent í vegna staðsetningar. Þar er svo líka verið að byggja fullt af nýtísku húsum en í gamla bænum eru mjög strangar reglur um hvað má byggja og hvað ekki.

Ég hefði getað set inn 267 myndir af gömlum húsum í viðbót því eins og þeir sem þekkja til vita þá hefur bóndinn áhuga á alsskyns byggingum og hann var með myndavélina allan tíman.

Svo eru líka myndir af brú með fullt af hengilásum sem brúðhjón hafa hengt á. Sagan segir að nýgift hjón eigi að ganga saman yfir 7 brýr og hengja lás á þá síðustu og því voru lásar á hinum og þessum brúm út um allt en svo tóku borgarvöld sig til og brutu upp alla lásana og færðu þá  á eina brú. Fararstjórinn okkar vildi meina að það væri ástæðan fyrir hárri skilnaðartíðni í Lettlandi en ég veit ekki hvað er til í því!

Njótið vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar myndir, mig langar líka til Riga!

Óli Jóns HChann (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: Margrét Hanna

Næst þegar ég fer til Riga þá tek ég þig með Óli minn.

Margrét Hanna, 14.11.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Berglind

Ég er nú bara að sjá nýja bloggið þitt fyrst núna. Svona er maður dofin. Til hamingju með þetta allt saman bloggið ammælið og gjafirnar.

Berglind, 16.11.2007 kl. 07:46

4 identicon

Hæ skvís !

Og til hamingju með afmælið !!!...   en það yrði nú gaman að fara að heyra í þér.

kv. Erla

Erla Snorra (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband