13.4.2008 | 23:43
Allir hressir
Já nú eru allir hressir á heimilinu og allt á uppleið. Ég hef bara svo mikið að gera að ég hef engan tíma til að hanga í tölvunni!
Við í Kvennakór Hafnafjarðar erum að syngja á tónleikum á Hrafnistu á fimmtudagskvöldið næsta og svo verða árlegir vortónleikar okkar í Víðistaðakirkju, laugadaginn 19. maí kl 15:00 Þeir sem hafa áhuga á að koma og hlusta á MIG syngja (reyndar með öllum hinum skvísunum) geta keypt miða í forsölu hjá mér á 1500 krónur íslenskar eða 2000 kr við innganginn. Svo erum við að fara á Kvennakóramót á Hornafirði helgina eftir tónleikana, og auðvitað fylgja stífar æfingar með þessu öllusaman, svo það er brjálað að gera!
Svo er ég búin að ráða mig í vinnu á leikskóla hér í næstu götu frá 9-13 við að elda mat og hjálpa til í eldhúsinu og átti að byrja 2. júní. En svo var hringt í mig á föstudaginn og ég spurð hvor ég gæti byrjað fyrr, svo lillan fer í aðlögun á sama leikskóla á morgun og svo fer ég bara að vinna þegar það er búið að aðlaga hana. Brjálað að gera!
Annars fórum við í sumarbústað um helgina með góðum vinum og það var ljúft, góður matur og afslöppun. Þetta byrjaði þannig að minn kall var að steggja hann Óla vin okkar og margir aðrir með, og enduðu þeir í bústað fyrir austan fjall sem hún Sif reddaði. En svo...því Sif er svo sniðug þá fékk hún líka annan bústað rétt hjá og þangað fórum við vinkonurnar með stelpurnar á meðan kallarnir voru að steggjast. Svo sameinuðumst við okkar hittelskuðu mönnum á laugadeginum og við tók afslöppunin.
En það er nú gaman að segja frá því að maturinn hjá gaurunum misreiknaðist eitthvað og þeir voru hálf svangir á föstudagskvöldinu og enduðu á því að spila upp á eina Sómasamloku með hangikjöti og saladi undir miðnætti! Þeir sem gistu svo voru glaðir að hafa eins myndarlegar húfrúr og okkur Sif í næsta húsi morguninn eftir og komu í nýbakaðar skonsur og nýlagað kaffi.
Ofan á allt er ég og lillan mín uppteknar við framtíð okkar í sjónvarpi þessa dagana eins og aðdáendur Skoppu og Skrítlu tóku kannski eftir á laugardagsmorguninn, en þar brilleruðum við ásamt hinum litlu snillingunum sem eru í ungbarnasundi hjá Snorra í Skáltúni. Við vorum í heljarinnar upptökum síðasta sumar (alveg í 2 tíma) og leit afraksturinn dagsins ljós nú um helgina. Verst ég fattaði ekki að láta ykkur vita fyrr en kannski er hægt að sjá þetta á RUV.is eða eitthvað.
Já það er sko BRJÁLAÐ AÐ GERA!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 18:32
Flensan
Nú liggur litlan í flensu, er búin að vera meira og minna með 40 stiga hita síðan á aðfaranótt þriðjdags og heimilislífið gengur allt útá að gera henni til geðs.
Matseðillinn er afar áhugaverður og samanstendur aðallega af páskaeggjum og appelsínudjúsi.
Við erum búnar að horfa á Nemó 4 sinnum á dag.
Það er bara hægt að lúlla í pabbabóli hvort sem er dagur eða nótt.
Mamma má EKKI prjóna
EKKI vera í tölvunni
EKKI fara í sturtu
EKKI horfa á fréttir (=allt sem er ekki Nemó)
EKKI vera í SVONA peysu
EKKI vera í gallabuxum
EKKI vera í náttfötum
EKKI tala í símann
EKKI hlusta á tónlist
Svo skilur maðurinn minn ekkert í því að ég standi í hurðinni þegar hann kemur úr vinnunni og segist vera að fara út, bara eitthvert!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2008 | 14:32
Um síðustu færslu
Þegar ég las síðustu færslu yfir aftur þá sá ég það að ég er sennilega bara Satanisti! Ætli maður geti skráð sig í þann trúflokk hér á landi?
Annars held ég ekki að ég sé trúlaus, og sjálfsagt ekki dóttir mín heldur. En ég hef ekki fundið neina kirkju eða trúarbrögð sem ég er tilbúin til að skrá mig í og trúa á. (fyrr en núna kannski bara)
En mér finnst mjög gaman að pæla í þessum málum og fræðast um öll heimsins trúarbrögð og hvet börnin mín til að gera það líka.
Amma mín sagði að Guð væri í hjartanu á manni og maður þyrfti ekki að fara í kirkju til að tala við hann. Hún sagði líka að ég ætti ekki að fara í kirkjugarðinn að heimsækja hana þegar hún væri dáin því ekki ætlaði hún að sitja þar og bíða eftir að ég kæmi.
Já, það var heilmikið vit í henni ömmu minni.
En ég held ekki að ég þurfi að trúa á Guð og Jesú til að segja "blessað barnið", ekkert frekar en að ég þurfi að trúa á Helvíti og Andskotann til að segja "andskotans helvítis!"
Og svo held ég jól og páska þó ég trúi hvorki á fæðingu né upprisu "frelsarans". Enda eru þetta upphaflega heiðnar hátýðir og ég held að við Íslendingar séum öll soldið heiðin inn við beinið.
Kannski er ég bara hræsnari!
Ef svo er þá eru ansi margir sem ég þekki það líka. Kannski við ættum að stofna trúarhóp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2008 | 10:56
Í anda Páskanna
Börn þurfa að alast upp í húmor og er eldri dóttir mín mjög mikill húmoristi og álíka kaldhæðin og mamma sín, og þeir sem þekkja okkur vita að guðsóttinn truflar okkar daglega líf ekki mikið.
Rétt fyrir Páska kom hún samt heim hálf döpur. Mikil trúarumræða hafði verið í skólanum og hún var orðin hundleið á henni og sagði liðinu það að hún trúi bara ekkert á þennan Guð. Það var þá útskýrt fyrir henni hægt og rólega svo jafnvel skrítið fólk eins og hún skildi það, að ef hún trúir ekki á Guð almáttugan og alla hans fjölskyldu þá færi hún beinustu leið til HELVÍTIS þegar hún deyr.
Blessað barnið hafði aldrei heyrt neitt um þetta og var ekki jafn staðföst í trúleysinu á leiðinni heim úr skólanum þann daginn.
Nú kom það sér vel að vera heimavinnandi húsmóðir því ég gat knúsað hana þegar hún kom heim og sagt henni að þetta væri allt í lagi, hún ræður hverju hún trúir hvort sem það væri Guð eða Guðir, Æsir og Gyðjur eða bara hvað sem er, svo lengi sem hún væri búin að kynna sér málið og væri sátt við sitt val.
Svo sagði ég henni leyndarmálið...
Elskan mín, svo förum við hvort eð er öll til HELVÍTIS!
Blessuðu barninu stóð ekki alveg á sama um dómsdagspælingar mömmu sinnar og starði á mig furðu lostnum augum.
Jú sjáðu til, útskýrði ég. Ef maður trúir ekki á Guð og Jesú þá fer maður til helvítis. Ef maður trúir ekki á spádóma Múhammeðs þá fer maður til helvítis og sama má segja um mörg trúarbögð. Svo þekkjum við bæði homma og lesbíur, þau fara beint til helvítis og einnig vitum við af fólki sem hefur tekið sitt eigið líf og það fór til helvítis og svona er hægt að telja upp lengi,lengi.
Það sem eftir var dagsins dundaði sponsið við að finna sér fleiri ástæður þess að bæði hún og aðrir færu til helvítis eftir sinn síðasta dag í þessu lífi. Þetta fannst okkur mæðgum skemmtileg dægrastytting. Svo komst hún að því alveg sjálf að það yrði sjálfsagt mjög gaman í helvíti og svaka partý, og við værum orðin svo mörg að við þyrftum ekkert að láta djöfulinn skipa okkur fyrir, mundum bara segja honum að þegja!
Segið svo að ég ræði aldrei trúmál við börnin mín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.3.2008 | 10:16
Til hamingju með afmælið
Af því ég á bestu tengdamömmu í heimi þá ákvað hún að eyða deginum með uppáhalds konunum sínum (mér og dóttur sinni) og erum við allar í Laugum á leið í geggjað spa og nudd og andlitsmeðfrð og allskonar fínerí. Þær eru byrjaðar en ég byrja aðeins seinna og sit því á kaffistofunni í Laugum og hangi á netinu og sötra Latte eins og fína frúin sem ég er!
Spurning um að gera þetta á hverjum degi?
Nei, þá fengi maður sjálfsagt leið á því...
Í kvöld er svo stefnt á Holtið með alla famelíuna þar sem við fáum eflaust góðan mat og frábæra þjónustu hjá honum Ómari æskuvini og allt að því bróður mínum.
Mikið er það ljúft þetta líf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 16:49
Stolið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 13:42
Barnapössun
Í dag er ég að passa eina litla skottu sem er jafngömul litlu skottunni minni. Við erum sáttar við þetta alltsaman og þekkjumst vel því einu sinni passaði ég hana á hverjum degi þangað til ég gerði foreldrum hennar þann grikk að flytja úr "næstugötu" og alla leið í Hafnafjörð.
En málið er nú það að stóra skottan mín er í fríi í dag. Og til að allir hefðu e-ð að gera þá var gerður samningur við stóru um að ef hún væri dugleg að hjálpa mömmu í barnapössun fengi hún borgað fyrir!
Síðan er ég bara búin að hafa það gott á meðan skvísurnar leika inní herbergi. Lillurnar skiptast samviskusamlega á með allt spennandi dótið, og mín lilla kemst ekki upp með að öskra "MITT!" í hvert skipti sem hin vill skoða e-ð. Það heyrist varla í þeim!
Er þetta ekki spurning um að láta stóra skottið hætta í skóla og gerast dagmamma?
Ég þarf allavega að taka vel eftir, því stóran virðist þekkja einhverjar uppeldisaðferðir sem ég þyrfti að tileinka mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2008 | 21:51
Allt á hvolfi
Hér er verið að undirbúa afmælisveislu.
Það er ágætt að á heimilinu þurfi að undirbúa afmælisveislur 4 sinnum á ári með sæmilega jöfnu millibili. Það er nefnilega svo að það er ýmislegt gert áður en partýið byrjar, við erum t.d. búin að hengja upp fullt af myndum og snögum og hillum o.þ.h. og það verður heimilislegra í Kántrýbæ með hverjum deginum!
Næsta afmæli er svo í maí og þá er passlegt að taka vorsprettinn með skúringafötuna.
Svo verða komnar nýjar gardínur í júní.
Svo þarf að endurnýja eldhúsinnréttinguna í október.
Úff... ég er glöð að það eru bara afmælisboð 4 sinnum á árí hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 15:26
Valentínus
Það er valentínusardagurinn í dag.
Mér finnst að við eigum að halda í heiðri gömlu góðu dagana okkar eins og konu og bóndadaginn, en maður á aldrei að missa af góðu tækifæri til að tjá tilfinningar sínar.
Þannig að...
ÉG ELSKA YKKUR ÖLL!
Suma meira en aðra...
Gleðilegan miðvikudag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2008 | 21:16
Hún á afmæli í dag!
Stubburinn minn á afmæli í dag, hún er tveggja ára skvísan! Þegar við sungum afmælissönginn fyrir hana í morgun þá bað hún okkur vinsamlega að hætta því, ég held að henni hafi ekkert litist á lætin í liðinu.
Annars var það svoldið þreytt mamma sem söng í morgun því ég er búin að vera í þrælabúðum Kvennakórs Hafnafjarðar alla helgina þó ég hafi fengið að sofa heima hjá mér, og í gærkvöldi hittumst við og vökvuðum raddböndin aðeins eftir stífar æfingar og héldum svo áfram æfingunum með gítarundirspili og karíóki.
Þetta var mikið fjör og var dansað í sófanum og sungið uppá borðum langt fram á nótt og svo mættum við aftur mishressar klukkan 10 í morgun og héldum áfram að syngja.
Næstu helgi verður svo afmæli á bænum og vikan fer í að undirbúa það.
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)